Sumar- og sólblómahátíð

Fimmtudaginn 12.júní var haldin Sumar- og sólblómahátíð í Arnarsmára. Foreldrum og öðrum gestum var boðið á hátíðina sem haldin var milli 15 og 16.

Hátíðin hófst á að börnin í skólanum komu út og sungu nokkur lög fyrir gestina. Eftir það var hægt að fara á ýmsar stöðvar á leikskólalóðinni, t.d. andlitsmálningu, veiða snakk, sápukúlustöð o.fl. Einnig gátu gestir farið inn í skólann og skoðað ýmis verk sem börnin hafa unnið á skólaárinu. Þá bauð foreldrafélagið upp á pizzur fyrir alla.

Við þökkum öllum gestum kærlega fyrir komuna og skemmtunina á hátíðinni.
Fréttamynd - Sumar- og sólblómahátíð Fréttamynd - Sumar- og sólblómahátíð Fréttamynd - Sumar- og sólblómahátíð

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn